Sérsvið Búvéla er sala á hinu þekkta merki Massey Ferguson á Íslandi .
Áhersla Búvéla er að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu með það markmið að vera leiðandi í þjónustu og sölu á eftirfarandi sviðum:
- Sala eftirtaldra Massey Ferguson tækja.
- Dráttarvéla
- Heyvinnu og jarðvinnslutækja
- Skotbómulyftara
- Þjónusta og viðhald tækjabúnaðar
Búvélar ehf tók við umboði fyrir Massey Ferguson á Íslandi í sumarbyrjun 2020. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu við Massey Ferguson dráttarvélar og hefur auk þess hafið innflutning á öðrum tækjum frá Massey Ferguson s.s. heyvinnutækjum o.fl. enda mikið úrval af gæðatækjum í boði frá þessum heimsþekkta framleiðanda.
Sögu innflutnings á Massey Ferguson á Ísland má rekja aftur til vorsins 1949 þegar fyrstu Ferguson dráttarvélarnar komu til landsins á vegum Dráttarvéla hf. sem líkt og Búvélar árið 2020 var stofnað eingöngu til flytja inn Massey Ferguson.
Fyrsti framkvæmdastjóri Dráttarvél hf var Hjalti Pálsson menntaður í búvélaverkfræði í Bandaríkjunum á árunum 1943–1947.
Umboðsaðliðar Massey Ferguson síðar voru Búnaðardeild Sambandsins þar til sambandið leið undir lok og tók þá bílaumboðið Ingvar Helgason við keflinu þar til umboðið fluttist til Jötunn véla á Selfossi árin 2004-2020.
Aðaláherslu í rekstri Búvéla ehf ef er eins og nafnið gefur til kynna innflutingur á dráttarvélum, skotbómulyfturum og landbúnaðartækjum frá Massey Ferguson auk fleiri hágæða framleiðanda á ýmsum búnaði.
Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Austurvegi 69 Selfossi.