Massey Ferguson RK 802 TRC PRO
Tveggja stjörnu miðjurakstravél
4 þrepa handstilltri vinnslubreidd frá 7,2 til 8,0 m
Vinnslubreidd er breytt á afar léttan hátt án verkfæra og laus við vökvatjakka, vökvaslöngur og tilheyrandi slitþætti, hún læsist auðveldlega í valinni vinnslustöðu.
PRO vélin hefur sterkar stjörnur, týpu 5 sem er með smurfríar legur á 12 örmum, 4 tindum á hverjum armi. Armar eru umskiptanlegir hver um sig inn að braut, festir með aðeins 3 boltum. Brautin er stillanleg á einfaldan máta til að flýta/seinka upptöku tinda og móta múgan að þinni ósk.
Tandem hjólabúnaður á hvorri stjörnu ásamt 2 nefhjólum.
„Cardanic“fjöðrun á hverri stjörnu tryggir að hún fylgir landi afar vel.
„Jet“ hönnun tryggir að fremri hluti stjörnu lyftist fyrst í hífingu en aftari hluti stjörnu nemur fyrst við jörðu í sigi. Vélin er því ekki að róta jarðvegi upp í heyið.
Lyfting á annari stjörnu í vinnslu.
Tvöfaldur liður á drifskafti
Fáanlegur aukabúnaður:
Stjörnujafnari tryggir að stjörnurnar lyftast og síga samhliða sem tryggir stöðugleika í snúningi við enda túnspildunar
Rafstýring á lyftingu stjarna
Vökvastýrð vinnslubreidd 7,2 til 8 m
Frekar upplýsingar á íslensku heimasíðu MF: https://www.masseyferguson.com/is_is/product/hay-and-forage/mf-rakes.html
Gott video af vélinni https://www.youtube.com/watch?v=tyA8ttNDgwE
Sölumennn 4800080 4800400
smellið á myndir í myndagallerý til að stækka þær- Myndir eru af sambærilum vélum
*Með fyrirvara um innsláttarvillur
Nánari lýsing
Annað
Merking |
Á lager |
---|