Sérpöntun
Massey Ferguson 5S Afmælisútgáfa
Í tilefni þessa að það séu 30 ár síðan Massey Ferguson kom fram með alvöru lágnefja dráttarvél með einstöku útsýni þá eru í boði sérstök afmælisútgáfa í tvemur stærðum- 125hp og 145hp. Forsniðinn uppskrift sem sem er hlaðinn girnilegum búnaði og ámoksturstækin fylgja frítt með! Einnig er hægt að sníða þessar breyta og bæta við búnaði á þessar afmælisútgáfu
Helsti búnaður:
- Agco-Power Stage V 124/145 hestafla 4 cylender 4 ventla 4,4 Lítra mótor sem skilar 520/550 Nm torque við 1500 snú/min. Þrautreindur mótor gerður fyrir nýjasta mengunarstuðulin Stig 5.
- Vatnsskilja í eldsneytiskerfi. Vélarblokkarhitari og sjálfvirkur straumrofi á rafgeymi
- Dyna6 AutoDrive skipting með vali um handskiptingu eða sjálfskipt án kúplunar, stjórnað með Multipad stjórnpinnanum staðsettum í Multi-function sætisarminum eða stjórnstöng vendigírs vinstra megin við stýrishjól. Einnig í stýripinna ámoksturstækja. 4 gírar með 6 vökvaþrep í hverjum, 24×24 hraðastig. 43 km aksturshraði. Ökumaður stillir snerpu og mýkt við skiptingu.
- Vökvavendigír með breitanlegum upphafsgírum og er val um sama eða sinn hvorn gírinn áfram-aftruábak. Stillanleg mýkt og ákveðni í viðbragði.
- Auto-stop sjálfvirk kúplun þegar stigið er á bremsupedala og kúplar vélin saman þegar bremsupedala er sleppt. Notkun kúplingspedala við stöðvun vélar óþörf. Sérlega henntugt í ámoksturstækjavinnslu.
- 110 Lítra álagsstýrð vökvadæla með LS úrtökum að aftan ásamt bakflæði tengi, 4 tvívirkar vökvasneiðar aftan á vél, allar rafstýrðar og forritanlegar, 6000 kg lyftigeta á þrítengibeisli, cat3 opnir beislisendar
- Vökvavagnbremsuúttak með ABS tengi, tveggja línu með notkunnarmöguleika á einnar línu vagnbremsu.
- Lyftutengdur dráttarkrókur með vökvaútskoti
- 3ja hraða aflúttak 540/540e/1000. Stjórntakki á afturbretti
- Rúmgott ökumannshús með miklu útsýni til allra átta. Vel hljóðeinangrað (aðeins 69dB) og gott aðgengi. „Visio roof“ með glerþaki fyrir ámoksturstækjavinnu
- Datatronic 5- 9“ snertiskjár fyrir stillingar á dráttarvél, ISOBUS stýringar og myndavél
- Stillanlegt stýri
- Fjöðrun á ökumannshúsi
- Loftfjaðrandi Grammer Super Lux ökumannssæti með snúning og farþegasæti með öryggisbeltum
- Massey Ferguson Connect- hægt að tengjast vél úr fjarska(5 ára áskrift innifalinn)
- Miðstöð og loftkæling
- Útvarp með CD, MP3, USB og Bluetooth tengimöguleikum
- Öflugur LED vinnuljósapakki og auka ökuljós á hliðum. Tvö gul LED snúningsljós
- Stórir og útdraganlegir víðsjá speglar með hita og rafmagni
- Afturrúðuþurrka ásamt rúðuvökvun
- Pólar fyrir straumúttak á rafgeymi „jump start“
- Dekk framan 480/65R28 og aftan 600/65R38 á heilsoðnum felgum
- Breið frambretti með snúning, Breið afturbretti(2,28cm) sem ná ut fyrir hjól
- Þyngingar í afturfelgu- 2x250kg í afturfelgum
- MF FL.4124 Ámoksturstæki rafstýrð með stýripinna í sætisarmi, 3ja svið, vökvadempun, Euro ramma og vökvahraðtengi á gálga
- Íslensk eigandahandbók
Sætisáklæði, vegleg gólfmotta,símahaldari og merking á vélarhlíf í afmælisútgáfu
Flokkar: Ámoksturstæki, Dráttarvélar
Nánari lýsing
Annað
Annað
Merking |
Sérpöntun |
---|
Senda fyrirspurn um þessa vél