Showing all 3 results

Massey Ferguson 5S Afmælisútgáfa

Í tilefni þessa að það séu 30 ár síðan Massey Ferguson kom fram með alvöru lágnefja dráttarvél með einstöku útsýni þá eru í boði sérstök afmælisútgáfa í tvemur stærðum- 125hp og 145hp. Forsniðinn uppskrift sem sem er hlaðinn girnilegum búnaði og   ámoksturstækin fylgja frítt með! Einnig er hægt að sníða þessar breyta og bæta við búnaði á þessar afmælisútgáfu   Helsti búnaður:
  • Agco-Power Stage V 124/145 hestafla 4 cylender 4 ventla 4,4 Lítra mótor sem skilar 520/550 Nm torque við 1500 snú/min. Þrautreindur mótor gerður fyrir nýjasta mengunarstuðulin Stig 5.
  • Vatnsskilja í eldsneytiskerfi. Vélarblokkarhitari og sjálfvirkur straumrofi á rafgeymi
  • Dyna6 AutoDrive skipting með vali um handskiptingu eða sjálfskipt án kúplunar, stjórnað með Multipad stjórnpinnanum staðsettum í Multi-function sætisarminum eða stjórnstöng vendigírs vinstra megin við stýrishjól. Einnig í stýripinna ámoksturstækja. 4 gírar með 6 vökvaþrep í hverjum, 24x24 hraðastig. 43 km aksturshraði. Ökumaður stillir snerpu og mýkt við skiptingu.
  • Vökvavendigír með breitanlegum upphafsgírum og er val um sama eða sinn hvorn gírinn áfram-aftruábak. Stillanleg mýkt og ákveðni í viðbragði.
  • Auto-stop sjálfvirk kúplun þegar stigið er á bremsupedala og kúplar vélin saman þegar bremsupedala er sleppt. Notkun kúplingspedala við stöðvun vélar óþörf. Sérlega henntugt í ámoksturstækjavinnslu.
  • 110 Lítra álagsstýrð vökvadæla með LS úrtökum að aftan ásamt bakflæði tengi, 4 tvívirkar vökvasneiðar aftan á vél, allar rafstýrðar og forritanlegar, 6000 kg lyftigeta á þrítengibeisli, cat3 opnir beislisendar
  • Vökvavagnbremsuúttak með ABS tengi, tveggja línu með notkunnarmöguleika á einnar línu vagnbremsu.
  • Lyftutengdur dráttarkrókur með vökvaútskoti
  • 3ja hraða aflúttak 540/540e/1000. Stjórntakki á afturbretti
  • Rúmgott ökumannshús með miklu útsýni til allra átta. Vel hljóðeinangrað (aðeins 69dB) og gott aðgengi. „Visio roof“ með glerþaki fyrir ámoksturstækjavinnu
  • Datatronic 5- 9“ snertiskjár fyrir stillingar á dráttarvél, ISOBUS stýringar og myndavél
  • Stillanlegt stýri
  • Fjöðrun á ökumannshúsi
  • Loftfjaðrandi Grammer Super Lux ökumannssæti með snúning og farþegasæti með öryggisbeltum
  • Massey Ferguson Connect- hægt að tengjast vél úr fjarska(5 ára áskrift innifalinn)
  • Miðstöð og loftkæling
  • Útvarp með CD, MP3, USB og Bluetooth tengimöguleikum
  • Öflugur  LED vinnuljósapakki og auka ökuljós á hliðum. Tvö gul LED snúningsljós
  • Stórir og útdraganlegir víðsjá speglar með hita og rafmagni
  • Afturrúðuþurrka ásamt rúðuvökvun
  • Pólar fyrir straumúttak á rafgeymi "jump start"
  • Dekk framan 480/65R28 og aftan 600/65R38 á heilsoðnum felgum
  • Breið frambretti með snúning, Breið afturbretti(2,28cm) sem ná ut fyrir hjól
  • Þyngingar í afturfelgu- 2x250kg í afturfelgum
  • MF FL.4124 Ámoksturstæki rafstýrð með stýripinna í sætisarmi, 3ja svið, vökvadempun, Euro ramma og vökvahraðtengi á gálga
  • Íslensk eigandahandbók
Sætisáklæði, vegleg gólfmotta,símahaldari og merking á vélarhlíf í afmælisútgáfu

MF FL | Ámoksturstæki.

Sterk og afkastamikill ámoksturstæki. Ef þú þarft sterk og áreiðanleg ámoksturstæki  til að bæta Massey Ferguson dráttarvélina þína, þá þarftu ekki að leita langt. MF dráttarvélar með MF FL ámoksturstæki eru fullkomin samblanda af styrkleika, getu og miklum áreiðanleika. Full samþætting dráttarvélar og ámoksturstækja næst auðveldlega með MF FL seríunni sem hentar 70 - 400 hestafla Massey Ferguson dráttarvélum. Þú getur valið um annaðhvort línulega eða samsíða tengingu, sem er fáanlegar í mörgum  útfærslum, ásamt fjölmörgum  fylgihlutum til að auka afköst og notkunargildi.

MF FL X Ámoksturstæki.

Þegar tíminn er ekki með þér, Þá erum við það. Ef þú þarft öflugan og áreiðanlegan ámoksturstækjagálga á Massey Ferguson dráttarvélina þína þarftu ekki að leita langt. MF dráttarvélar með MF ámoksturstækjum er fullkomin samsetning af lipurð, styrk og áreiðanleika. MF FL X ámoksturstæki hafa verið hönnuð og smíðuð samkvæmt leiðandi stöðlum til að hámarka afköst, áreiðanleika og auðvelda notkun án þess að skerða notkunar möguleika dráttarvélarinnar.