Væntanleg
Massey Ferguson 7S190 DynaVT Exclusive
Meðal búnaðar má nefna.
- „Pure Power“ hreint afl AGCO POWER 6cyl. 6,6L mótor (SCR)
Sparneytin 190 hestafla tog mikill mótor, með aflauka uppí 220hp með EPM, með tog(torque) uppá 925Nm við 1500rpm. Engine Power Management (EPM) stjórnkerfið fær upplýsingar frá skiptingu og aflúrtaki um þá krafta og álag sem er á ferðinni og bregst sjálfkrafa við með að auka afl um allt að 30 hp umfram venjulegt afl vélarinnar til að tryggja full afköst, hvort sem um er að ræða aksturshraða eða aflúrtaksátak.
Skipting
- DynaVT stiglaus skifting sem er búin að margsanna sig í gegnum árin fyrir endingu, þægindi og eldsneytissparnað
- 0,03-50km/klst aksturshraði.
- Hægt að velja um 2 svið fyrir mismunandi þarfir- akur/flutningar
- Vökvavendigír stillanlegt átak fyrir áfram og afturábak.
- Bremsukúplun, nægir að nota bremsuna til að stöðva vélina og sleppa henni þar sem kúplings-stjórnun er innbyggð í bremsupedala
Frambúnaður
- Frambeisli 3200 kg
- Framaflúrtak 1000 snú/mín
- Vökvaúttak 2x sneiðar/sett auk bakflæðis
Húsið
- Fjöðrun á framhásingu.
- Stillanleg fjöðrun á ökumannshúsi með rafmagnstakka
- Sears Deluxe VRS ökumannssæti með loftpúðafjöðrun og farþegasæti með öryggisbelti.
- Sjálfvirk loftkæling og auka hita blásari við hægra framhorn stýrishúss
- Nýr Multipad stýripinni í armhvílu með öllum helstu stýringum í hendinni.
- Datatroniq 5- 9“ snerti tölvuskjár þar sem allar helstu stýringar vélarnar eru settar upp á aðgengilegan hátt
- Fieldstar 5- 9“ auk snertiskjár sem hægt að tengja við isobus tæki, myndavél eða nota sem GPS stýringu.
- Auto Guide Ready og hraðstýri
- Útvarp(CD, MP3, Bluetooth,Usb) með stillitökkum í armhvílu og skjá. Einnig innbyggðum hlóðnemi til að tala þráðlaust í símann
- Stórir útdraganlegir hliðarspeglar með hita og rafmagni
- Afturrúðuþurrka.
- 2 gul snúningsljós á toppi
- Öflug LED vinnuljósapakki- 16 ljósa pakki sem breytir nótt í bjartan dag
Vökvakerfi
- Álagsstýrð(Load sensing) vökvakerfi með 190 L dælu
- LS vökvaúttök ásamt bakflæði
- 4 rafstýrðar tvívirkar vökvaspólur aftan. Ein með stjórnrofa á afturbretti.
- Rafstýrt lyftubeisli með lyftugetu uppá 9.600 Kg
- Vökvayfirtengi
- Vökvavagnbremsuloki
- Loftvagnbremsuloki
Ýmislegt
- 4 aflúrtakshraðar 540-540e-1000-1000e, stjórnrofar á afturbrettum
- Dráttarkrókur með vökvaútskoti
- Opnir beislisendar cat3.
- Mótor hitari 220V
- Breið afturbretti sem ná útfyrir hjól, frambretti með snúning
- Trelleborg dekk framan 600/65R28 á heilsoðnum felgum
- Trelleborg dekk aftan 650/65R42 á heilsoðnum felgum
- Íslensk eigandahandbók
Flokkur: Dráttarvélar
Staða: dráttarvél, massey ferguson, MF, traktor
Nánari lýsing
Nánari lýsing
Annað
Annað
Merking |
Væntanleg |
---|
Senda fyrirspurn um þessa vél