Showing the single result

Massey Ferguson TD 1028X TRC krækjutinda snúningsvél

Einstök snúningsvél sem byggð er á Lely Lotus snúningsvélunum sem hafa gert það afar gott fyrir góða vinnslu, afköst og áræðanleika. Auk þess að vera einstaklega vel hönnuð frá upphafi til enda þá eru krækjutindarnir sem skera hana frá öðrum vélum hversu vel hún hreinsar upp uppskeruna og skilar yfirburðar vinnslu. 

 
 • Einstök hönnun krækjutindana flytur 50% meiri uppskeru í einum hring heldur en venjuleg útfærsla á snúningstindum auk þess að lengri/neðri tindurinn snýst 12% hraðar en sá styttri og kastar því blautara grasinu sem er undir lengra(og lendir ofaná) 

 • Með krækjutindunum næst mun betri uppsópun á uppskerunni með flatari(og stærri) snertiflöt á grassvörðin en með venjulegum tindum 

 • Ákjósanlegur snúningshraði á aflúrtaki er 400-450 snúningar/min sem skilar meiri eldneytissparnaði 

 • Stilling á vinnsluhæð er afar einföld með sveif auk þess sem það eru 5 valmöguleikar á halla stjörnunar fyrir hámarks afköst og vinnslu 

 • Að meðaltali er hægt að keyra 25% hraðar með krækjutinda vélunum en þeim venjulegu auk þess sem þær höndla betur mikla uppskeru 

 • Tindaöryggi er á öllum tindum og detta því ekki af ef þeir brotna og valda skaða í þeim vélum sem eftir koma 

 • TD 1028X TRC  eru dragtengd á flutningsvagni sem afar auðvelt er að setja í og taka úr fluttningsstöðu með vökva 

 • Flutningshjól snerta alltaf jörð í vinnslu fyrir jafnari þyngd á stjörnurnar 

 • Snúningsliður er töluvert fyrir aftan beisli sem stuðlar að því að snúningsvélin eltir alltaf hjólfar dráttarvélar og gefur því mikla lipurð 

 • Heimasíða Massey Ferguson

 • Gagnlegt myndband